Staðnámskeið

Heilbrigt samband við mat

Heiðdís Snorradóttir, næringarfræðingur Endurnæringar stýrir 4ra vikna námskeiði þar sem farið verður yfir grunnstoðir og leiðina til heilbrigðs sambands við mat.

Staðsetning: Heilsuklasinn - Bíldshöfða 9, Reykjavík

Dagsetning: Dagsetning fyrir næsta námskeið hefur ekki verið ákveðin

Heilbrigt samband við mat byggir á þremur grunnstoðum: venjum, innsæi og næringu. Á námskeiðinu verður farið yfir þessar grunnstoðir og hvernig þekking á þeim eykur líkur á jafnvægi í okkar mataræði.

Námskeiðið hentar fólki sem langar að ná betri tökum á mataræði- og venjum.

Helstu markmið námskeiðsins:

  • Styrkja traust á eigið matarinnsæi sem getur leitt til minni streitu, kvíða og samviskubits sem við finnum oft fyrir í tengslum við mat.
  • Farið verður yfir leiðir til þess að setja saman góðar og næringarríkar máltíðir.
  • Skoðum hvernig við getum greint matarhegðun okkar og tileinkað okkur betri matarvenjur.

Skilmálar og almennar upplýsingar

Námskeiðið er 4ra vikna.

Athugið að námskeiðið er styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.

Þegar viðskiptavinur hefur skráð sig á námskeið verður sendur reikningur í heimabanka. Takmörkuð sæti eru í boði og einungis þegar greiðsla hefur verið innt af hendi telst viðskiptavinur öruggur með sæti á námskeiðinu.

Heiðdís Snorradóttir næringarfræðingur M.Sc. stýrir námskeiðinu og veitir nánari upplýsingar ef þess er óskað í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 848-7407.