EinstaklingsviðtölSérsniðin næringarráðgjöf

mynd-drengur-ad-borda

Verð: 18.000 kr.

Bóka viðtal

Viðtal við næringarfræðing tekur u.þ.b. 50 mínútur.

Næringarráðgjöf er fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Áhersla er lögð á að þú stýrir ferðinni og að ráðgjöfin sé stuðningur við markmið tengd næringu og/eða matarvenjum. Í viðtalinu er notast við þekkta og gagnreynda samtalsaðferð sem kallast áhugahvetjandi samtal (e. Motivational Interviewing). Sú aðferð hefur reynst vel við að skapa áhuga á viðfangsefninu og auka líkur á langvarandi árangri. Markmið viðtalsins verður þannig að skapa drifkraft og veita tæki og tól sem þú nýtir þér til að bæta mataræði þitt.

Í viðtalinu vinnum við efnislega með lykilstoðir jákvæðrar heilsu, þ.e. hreyfingu, næringu, svefn og andlega heilsu. Áhersla verður lögð á að leiðbeina þér í átt að heilbrigðu sambandi við mat með því að læra að borða með innsæinu (e. intuitive eating). Í þeirri nálgun felast engin boð eða bönn heldur persónumiðuð fræðsla og þjálfun í því að læra að hlusta á eigin líkama og tengjast svengdar- og sedduboðum.

Þjónustan hentar öllum þeim sem vilja læra að byggja upp heilbrigt samband við mat, en við viljum þó benda sérstaklega á að hún getur hentað þeim sem eru að kljást við kvíða, streitu, ADHD, einhverfu og tengdar raskanir. Jafnframt hafa aðferðir okkar reynst árangursríkar fyrir þá sem þjást af völdum einkenna á borð við meltingaróþægindi, fæðuofnæmi eða óþol.

Viðtölin eru styrkt af flestum stéttarfélögum.

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband beint við næringarfræðing hér: [email protected].

Alla virka daga, kl. 9 - 16

Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík