Heilbrigt samband við mat
Áhersla okkar er að veita þér ráðgjöf, stuðning og fræðslu í átt að heilbrigðu sambandi við mat. Hjá okkur lærirðu að hlusta á eigin líkama frekar en að fylgja fyrirmælum annarra. Heilbrigðar venjur, traust á eigið innsæi og þekking á næringu eru lykilþættir sem við skoðum til að byggja upp traustan grunn sem endist.
Jákvæð heilsa
Markmið okkar er að þú færist nær jákvæðri heilsu með því að byggja upp heilbrigt samband við mat. Jákvæð heilsa er heildræn nálgun á heilbrigði. Nálgunin er byggð á getu þinni til að takast á við líkamlegar, tilfinningalegar og félagslegar áskoranir í lífinu. Áherslan er því lögð á seiglu og hvað gefur lífi þínu tilgang í stað veikinda og sjúkdóma.
Áhugahvetjandi samtal
Þjónusta okkar er byggð að mestu á aðferðafræði áhugahvetjandi samtals. Aðferðafræðin hefur reynst skilvirk leið til að hjálpa einstaklingum að takast á við erfiðar og flóknar lífstílssbreytingar. Tilgangurinn er að vekja upp þína innri hvata til breytinga sem eykur líkurnar á langvarandi árangri.